Hvar getur þotan verið?

MH370 hvarf af ratsjám þann 8. mars og hefur hvorki …
MH370 hvarf af ratsjám þann 8. mars og hefur hvorki tangur né tetur fundist AFP

Áströlsk yfirvöld segja að leitin að horfnu malasísku þotunni, MH370, hafi engan árangur borið enn sem komið er. Þegar hefur verið leitað á 670 ferkílómetra svæði neðansjávar.

Alls voru 239 manns um borð í þotunni er hún hvarf þann 8. mars á leið frá Kuala Lumpur til Peking. Þrátt fyrir að gríðarlega mikið hafi verið lagt í leitina bæði á sjó og úr lofti hefur ekkert fundist sem getur bent til þess hvar flakið geti verið.

Helst er talið að hún hafi brotlent sunnarlega í Indlandshafi en ekki hefur tekist að finna ástæðuna fyrir því hvers vegna þotan fór svo mikið út af leið. Enn er leitað neðansjávar með sérstökum búnaði til slíkrar leitar.

Skipið er með sérstakan leitarbúnað en þrátt fyrir það finnst …
Skipið er með sérstakan leitarbúnað en þrátt fyrir það finnst ekkert AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert