Nýtt ebólusmit í Texas

00:00
00:00

Ann­ar starfsmaður sjúkra­húss­ins í Dallas þar sem sjúk­ling­ur smitaður af ebólu lést, hef­ur greinst með ebólu­smit. Hjúkr­un­ar­fræðing­ur sem einnig annaðist sjúk­ling­inn greind­ist fyr­ir nokkru með ebólu og enn er allt á huldu hvernig hún smitaðist.

Í frétt BBC kem­ur fram að Nina Pham, sem greind­ist með ebólu í síðustu viku eft­ir að hafa ann­ast  Líb­eríu­mann­inn Thom­as Duncan er hann lá á sjúkra­húsi í Dallas, sé við þokka­lega heilsu. 

Fylgst er grannt með 48 manns sem komust í snert­ingu við Duncan, þar á meðal fjöl­skylda hans og þeir sem önnuðust hann á sjúkra­hús­inu.

Ekki hef­ur verið upp­lýst um hver viðkom­andi er sem nú hef­ur greinst með smit annað en að um heil­brigðis­starfs­mann sé að ræða sem hafi komið að umönn­un Duncans á sjúkra­hús­inu.

Þegar viðkom­andi fékk hita í gær var hann þegar sett­ur í ein­angr­un, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá yf­ir­völd­um í Texas.

Alls eru 4.447 látn­ir úr ebólu frá því far­ald­ur­inn braust út, flest­ir í Vest­ur-Afr­íku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert