Án búninganna í tvo daga

Hlífðarbúnaður sem krafist er að heilbrigðisstarfsmenn noti er þeir sinna …
Hlífðarbúnaður sem krafist er að heilbrigðisstarfsmenn noti er þeir sinna ebólusjúklingum. ebóla

Hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsinu í Dallas, þar sem tvær konur úr stéttinni hafa smitast af ebólu, fóru flestir í hvert lagið af fætur öðru af hlífðarfatnaði. En það er ekki nóg. Smithættan er ekki minni þegar farið er úr búningnum. Og háls sumra hjúkrunarfræðinganna var óvarinn í þessum öryggisfatnaði. Til að hylja þessi beru svæði notuðust þeir við sérstakt límband.

Þetta kemur fram í grein New York Times um sjúkrahúsið í Dallas. Tvær konur, hjúkrunarfræðingar, hafa smitast af ebólu á sjúkrahúsinu eftir að hafa hlúð að sjúklingnum Thomas Eric Duncan. Hann smitaðist í Líberíu en lést á sjúkrahúsinu í Dallas.

Í frétt New York Times kemur einnig fram að hjúkrunarfræðingarnir hafi ekki farið að klæðast hlífðarbúningunum fyrr en tveimur dögum eftir að Duncan var lagður inn á sjúkrahúsið.

Stjórn spítalans, Presbyterian-sjúkrahússins, hefur verið gagnrýnd af hörku síðustu daga. Sjúkrahúsið hefur hingað til verið eitt virtasta sjúkrahús í Texas. En nú er öldin önnur.

Í fyrsta lagi hefur verið gagnrýnt að Duncan var sendur heim, rangt greindur. Margir hafa furðað sig á því að starfsmenn sjúkrahússins hafi ekki grunað að hann væri með ebólu en hann var nýkominn heim frá Líberíu.

Forstjóri smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, CDC, sagði í gær að hjúkrunarfræðingur sem smitaðist við umönnun Duncans, myndi fá meðferð í Atlanta, ekki Dallas. Sjúkrahúsið í Atlanta hefur þegar náð góðum árangri í meðferð á tveimur Bandaríkjamönnum sem sýktust af ebólu í Vestur-Afríku.

Presbyterian-sjúkrahúsið er áttunda stærsta sjúkrahús Texas. Þar eru 900 sjúkrarúm og þar starfa þúsund læknar. Sjúkrahúsið hefur hingað til verið fyrsti valkostur ríkra Texasbúa. Þar er m.a. stór fæðingardeild.

Í frétt New York Times segir að þar sem sjúkrahúsið sé eitt það besta í Bandaríkjunum vakni spurningar um hvort önnur sjúkrahús í landinu gætu brugðist rétt við ebólusmiti eða ef grunur um slíkt vaknar.

Nú er staðan sú að margir hjúkrunarfræðingar sjúkrahússins geta ekki mætt til vinnu, þar sem þeir gætu hugsanlega hafa smitast af ebólu.

Grein NYT.

Hjúkrunarfræðingurinn starfar á sama sjúkrahúsi og Nina Pham sem smitaðist …
Hjúkrunarfræðingurinn starfar á sama sjúkrahúsi og Nina Pham sem smitaðist af ebólu í síðustu viku. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert