Hjúkrunarfræðingurinn hefur það gott

Sjúkrahúsið í Dallas þar sem Pham sýktist af ebólu.
Sjúkrahúsið í Dallas þar sem Pham sýktist af ebólu. AFP

Hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn Nina Pham, sem smitaðist af ebólu, hef­ur það gott að sögn lækna. Pham var færð frá sjúkra­húsi í Dallas til Bet­hesda í Mary­land þar sem hún dvel­ur í hús­næði Heil­brigðismála­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna (NIH). Frétta­stof­an NBC News seg­ir frá þessu.

Lækn­ar Pham segja að henni líði ágæt­lega, geti sitið upp­rétt og borðað.

„Hún er í all­góðu ásig­komu­lagi,“ sagði Ant­hony Fauci, for­stjóri NIH við fjöl­miðla. „Það er okk­ar ætl­un að hún gangi héðan út.“

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá NIH er Pham þreytt eft­ir ferðalagið til Mary­land. „Það fer vel um hana og hún get­ur nú hvílt sig. Hún á í sam­skipt­um við starfs­fólkið og borðar,“ sagði lækn­ir­inn Rick Dav­ey, sem er meðal stjórn­enda hjá NIH.

Ástand Pham mun þó mögu­lega breyt­ast er lík­ami henn­ar berst við veiruna. „Ástandið gæti breyst. Hún er mjög þreytt. Þetta er veira sem þreyt­ir sjúk­ling­inn gíf­ur­lega,“ sagði Dav­ey en meg­in­ein­kenni ebólu eru upp­köst og niður­gang­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert