Hjúkrunarfræðingurinn hefur það gott

Sjúkrahúsið í Dallas þar sem Pham sýktist af ebólu.
Sjúkrahúsið í Dallas þar sem Pham sýktist af ebólu. AFP

Hjúkrunarfræðingurinn Nina Pham, sem smitaðist af ebólu, hefur það gott að sögn lækna. Pham var færð frá sjúkrahúsi í Dallas til Bethesda í Maryland þar sem hún dvelur í hús­næði Heil­brigðismála­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna (NIH). Fréttastofan NBC News segir frá þessu.

Læknar Pham segja að henni líði ágætlega, geti sitið upprétt og borðað.

„Hún er í allgóðu ásigkomulagi,“ sagði Anthony Fauci, forstjóri NIH við fjölmiðla. „Það er okkar ætlun að hún gangi héðan út.“

Samkvæmt upplýsingum frá NIH er Pham þreytt eftir ferðalagið til Maryland. „Það fer vel um hana og hún getur nú hvílt sig. Hún á í samskiptum við starfsfólkið og borðar,“ sagði læknirinn Rick Davey, sem er meðal stjórnenda hjá NIH.

Ástand Pham mun þó mögulega breytast er líkami hennar berst við veiruna. „Ástandið gæti breyst. Hún er mjög þreytt. Þetta er veira sem þreytir sjúklinginn gífurlega,“ sagði Davey en megineinkenni ebólu eru uppköst og niðurgangur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert