Viðskiptajöfurinn Donald Trump lét Barack Obama heyra það á Twitter og sagðist efast um geðheilsu forsetans. Var hann að vísa til þess hvernig Obama hefur tekið á ebólu-vandanum í landinu.
Snemma á fimmtudag sagðist Trump telja að eitthvað verulega mikið væri að andlegri heilsu forsetans. Hann sagði hann „geðsjúkan“ (e. Psycho) fyrir að neita að banna flug til landa þar sem ebóla er útbreidd.
I am starting to think that there is something seriously wrong with President Obama's mental health. Why won't he stop the flights. Psycho!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2014
Síðar um daginn svaraði Trump fyrir sig í sjónvarpsviðtali og bætti í og sagði ljóst að Obama væri annað hvort vanhæfur, þrjóskur eða „það er eitthvað að“.
„Ef þú spáir í þetta með að stöðva flugumferðina, ég skil það ekki. Hvernig geturu ekki stoppað flugið?“
Obama sagði í ræðu sinni í gær, þar sem hann hvatti fólk til að sýna stillingu varðandi ebóluna í Bandaríkjunum, að vel væri fylgst með þróun mála en að til greina kæmi að takmarka flug til þeirra svæða þar sem ebólan er útbreiddust.
Aðrir hafa bent á að slíkt bann myndi hafa gríðarlega slæmar afleiðiningar fyrir Vestur-Afríku. Löndin myndu einangrast, í fleiri en einu tilliti. Betra sé að ráðast að rót vandans, að koma böndum á útbreiðsluna.