Það borgar sig ekki að hafa samfarir í sjónum. Punktur. Reynsla ítalsks pars sannar það.
Parið endaði á sjúkrahúsi eftir að þau festust saman í samförum í sjónum við Marche, að því er fram kemur í frétt The Local.
Samkvæmt fréttinni ætlaði hið ástfangna par að njóta sólardagsins til fulls á ströndinni sem var nánast mannlaus. Þau skelltu sér því í sjóinn til að njóta ásta. En ekki fór betur en svo að limur mannsins festist inni í leggöngum konunnar.
Parið þurfti að bíða, fast saman, í sjónum þar til það náði athygli konu sem var í gönguferð um ströndina. Konan rétti þeim handklæði og þau gátu komist á þurrt land.
Læknir var kallaður til og parið flutt á sjúkrahús þar sem fólkið var losað í sundur.
Þetta er ekki eina dæmið um fólk sem festist saman í samförum í sjónum. Slíkt átti sér einnig stað í Simbabve í júlí. Það par var fast saman í sjö klukkustundir og að lokum var það faðir stúlkunnar sem varð að losa þau í sundur.