Rússneskt skip á leið til Svíþjóðar

Sænski herinn er með umfangsmikla leit fyrir utan sænska skerjagarðinn, …
Sænski herinn er með umfangsmikla leit fyrir utan sænska skerjagarðinn, skammt frá Stokkhólmi. AFP

Rúss­neskt skip, sem sagt er vera sér­stak­lega út­búið til leit­ar á hafs­botni, stefn­ir nú yfir Eystra­salt. Sænski her­inn hef­ur leitað við sænska skerjag­arðinn frá því á föstu­dag. Heim­ild­ir fjöl­miðla herma að leitað sé að rúss­nesk­um kaf­bát sem sé í vanda.

Í frétt Sænska rík­is­sjón­varps­ins seg­ir að rúss­neska skipið, sem stefn­ir nú í átt til Svíþjóðar, hafi lagt frá bryggju í St. Pét­urs­borg. Þetta er haft eft­ir frétt norsks dag­blaðs, Dag­bla­det. 

Skipið lagði úr höfn í St. Pét­urs­borg í nótt.

Sænsk yf­ir­völd hafa enn ekki staðfest að leitað sé að kaf­báti á svæðinu en her­skip, herþyrl­ur og hraðbát­ar hers­ins eru við leit utan við sænska skerjag­arðinn.

Upp­haf máls­ins má rekja til ábend­ing­ar sem barst sænsk­um varn­ar­mála­yf­ir­völd­um á föstu­dag um „ókunn­an hlut“ í sjón­um. Leit hef­ur staðið yfir síðan þá.

Rúss­neskt olíu­flutn­inga­skip hef­ur hring­sólað á svæðinu frá því á miðviku­dag. Er Sænska dag­blaðið hóf að flytja frétt­ir af því tók það beina stefnu út af svæðinu.

Rúss­nesk stjórn­völd hafa neitað því að rúss­nesk­ur kaf­bát­ur sé í neyð á svæðinu. 

Rúss­neska skipið, sem nú er komið í Eystra­salt og stefn­ir í átt að Svíþjóð, heit­ir Pró­fess­or Loga­tj­ev. Í frétt sænska sjón­varps­ins kem­ur einnig fram að þrjú hol­lensk skip, sem ný­verið tóku þátt í heræf­ingu NATO í Eystra­salti, séu í ná­grenni þess rúss­neska.

Frétt­ir mbl.is:

„Eng­inn kaf­bát­ur í neyð“

Skip „sikksakk­ar“ í skerjag­arðinum

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert