Stjórnvöld í Tyrklandi ætla að hleypa Kúrdum yfir landamærin til Sýrlands sem hyggjast berjast gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna Ríki íslam í landamæraborginni Kobane. Litið er á þessa á ákvörðun sem pólitískan viðsnúning.
Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði að viðræður um þetta standi yfir.
Tugþúsundir hafa flúið átökin sem geisa í Kobane, en þar hafa sýrlenskir Kúrdar barist gegn íslömsku vígamönnunum.
Tyrknesk stjórnvöld greindu frá ákvörðun sinni skömmu eftir að bandarískar herflugfélagar vörpuðu vopnum til Kúrda í dag.
Bandaríkjaher hefur einnig staðfest að hafa gert sex loftárásir skammt frá Kobane í gær og í dag. Einnig voru gerðar sex árásir í Falluja og Baiji sem breskar og franskar herþotur tóku þátt í.