Nafn byssumannsins birt

Rannsókn málsins stendur enn yfir. Ekki liggur fyrir hvort fleiri …
Rannsókn málsins stendur enn yfir. Ekki liggur fyrir hvort fleiri einstaklingar tengist eða séu viðriðnir árásina. AFP

Fjölmiðlar í Kanada og í Bandaríkjunum hafa eftir ónefndum kanadískum embættismanni að byssumaðurinn sem skaut hermann til bana og særði tvo aðra í Ottawa í dag hafi heitið Michael Zehaf-Bibeau. Lögreglan skaut Zehaf-Bibeau til bana í þinghúsi borgarinnar.

Hermaðurinn sem lést hét Nathan Cirillo. Hann var 24 ára gamall. 

Reuters greinir frá því að Zehaf-Bibeau hafi 32 ára gamall og frá Quebec. Hann hafði nýverið tekið upp íslamstrú að því er Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum.

Kanadíski fjölmiðilinn Globe and Mail segir að Zehaf-Bibeau hafi verið settur á lista sem hættulegur ferðamaður og honum hafi verið meinað að yfirgefa landið.

Ekki hefur verið staðfest hvort árásin í dag tengist hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams, en kandadísk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau muni taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn samtökunum í Írak.

Lögreglan í Ottawa segir að rannsókn málsins standi enn yfir.

Jim Watson, borgarstjóri Ottawa, sagði að þetta væri sorgardagur í sögu borgarinnar og landsins. 

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hringdi í Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, fyrr í dag og lýsti yfir stuðningi við nágrannaþjóð sína. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert