ESB krefur Breta um 330 milljarða til viðbótar

David Cameron í höfuðstöðvum ESB í Brussel í dag
David Cameron í höfuðstöðvum ESB í Brussel í dag AFP

Bresk­um stjórn­völd­um hef­ur verið gert að greiða 1,7 millj­arða punda, 330 millj­arða króna, til viðbót­ar til Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem staða efna­hags­mála er betri en áður var talið.

Heim­ild­ir BBC inn­an úr breska stjórn­kerf­inu herma að rík­is­stjórn Bret­lands telji þetta al­gjör­lega óviðun­andi.

Þetta er niðurstaða ESB eft­ir að nýir út­reikn­ing­ar voru birt­ir sem sýna hvað hvert aðild­ar­ríki á að greiða en greiðslan bygg­ist á verg­um þjóðar­tekj­um. Þetta þýðir að Bret­land þarf að greiða um 20% ofan á þá 8,6 millj­arða punda sem breska ríkið greiðir ár­lega.

Þetta kem­ur fram á sama tíma og gríðarleg­ur þrýst­ing­ur er á Dav­id Ca­meron for­sæt­is­ráðherra varðandi Evr­ópu­sam­bandið. Hann er nú í Brus­sel á fundi með leiðtog­um annarra ríkja ESB.

Heim­ild­ir BBC herma að bresk stjórn­völd telji það með öllu óviðun­andi að ESB komi með þessa kröfu nú fyr­ir fyrri ár. Fram­kvæmda­stjórn­in hafi ekki átt von á þess­um pen­ing­um og þurfi ekki á þeim að halda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert