Samþykkja að draga úr losun

AFP

Leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna hafa náð sögu­legu sam­komu­lagi um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 40% fyr­ir árið 2030.

Sam­kvæmt frétt BBC náðist sam­komu­lagið eft­ir harða orðræðu á fundi í Brus­sel þar sem full­trú­ar ein­hverra ríkja vilja tryggja sína hags­muni. Á það einkum við lönd sem reiða sig mjög á notk­un kola. Um­hverf­is­sam­tök fagna sam­komu­lag­inu en telja að ekki sé nægj­an­lega langt gengið. 

Leiðtog­arn­ir samþykktu einnig að auka notk­un end­ur­nýt­an­legr­ar orku og að hún verði um 27% af heild­ar­orku­notk­un meðal ríkj­anna. 

Pólsk yf­ir­völd ótt­ast, en Pól­verj­ar treysta mjög á kol sem orku­gjafa, að þetta þýði auk­inn kostnað sem dragi úr hag­vexti. Ótti Pól­verja endurómaði í um­mæl­um leiðtoga annarra ríkja í Aust­ur- og Mið-Evr­ópu.

For­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, Herm­an Van Rompuy, seg­ir að ein­hver fá­tæk­ari ríki ESB muni fá aðstoð, meðal ann­ars úr sjóðum sam­bands­ins, til þess að ná mark­miðum þess.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert