Réðist gegn byssumanninum

Megan Silberberger
Megan Silberberger

24 ára gamall kennari kom í veg fyrir að manntjón þegar piltur hóf að skjóta af byssu í mötuneyti í framhaldsskóla í Washington-ríki í Bandaríkjunum í gær. Pilturinn náði að særa fjóra nemendur í skólanum.

Skotmaðurinn var aðeins 15 ára gamall, en hann var nemandi í skólanum. Eftir að hafa rifist við skólafélaga sína í stutta stund dró hann upp byssu og byrjaði að skjóta.

Vitni segja Megan Silberberger, 24 ára kennari við skólann, hafi snúið sér að árásarmanninum og kippt í hönd hans þegar hann var að hlaða byssuna að nýju. Hann hafi síðan reynt að miða á Silberberger, en skotið hafi hins vegar lent í hálsi hans. Hann lést samstundis.

Einn lést, auk byssumannsins og fjögur ungmenni særðust í árásinni. Þrjú þeirra eru í lífshættu. Tveir drengir sem særðust í árásinni eru frændur byssumannsins.

Frétt Telegraph um málið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert