„Baráttan gegn atvinnuleysinu er töpuð“

Francois Rebsamen, atvinnuvegaráðherra Frakklands.
Francois Rebsamen, atvinnuvegaráðherra Frakklands. AFP

At­vinnu­laus­um í Frakklandi fjölgaði um 19.200 í síðasta mánuði og eru þeir nú alls 3,43 millj­ón­ir. At­vinnu­vegaráðherra Frakk­lands, Franço­is Rebsam­en, sagði í viðtali við Le Parisien nú um helg­ina, að bar­átt­an gegn at­vinnu­leys­inu væri í raun og veru töpuð. 

Rebsam­en viður­kenndi að rík­is­stjórn­in hefði mátt fara aðrar leiðir til þess að minnka at­vinnu­leysi. Hann seg­ir einnig að rík­is­stjórn­in hefði mátt út­skýra bet­ur fyr­ir þjóðinni hversu lé­legt efna­hags­ástandið í land­inu væri í raun og veru. 

„Ástandið í at­vinnu­mál­um mun ekk­ert batna á kom­andi mánuðum. Ef það á að ger­ast þurf­um við hag­vöxt.“

At­vinnu­leysið minnkaði ör­lítið í land­inu í ág­úst og veitti það mönn­um tölu­verða bjart­sýni. Það tíma­bil ent­ist ekki lengi og nú jókst at­vinnu­leysið á nýj­an leik, í öll­um hóp­um sam­fé­lags­ins. Sér­stak­lega er unga fólkið í vand­ræðum með að finna sér vinnu. 

Rebsam­en lýsti næstu skref­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar í at­vinnu­mál­um. Mun ríkið niður­greiða 50 þúsund vinnu­sam­bands­samn­inga, þar af 15 þúsund fyr­ir fólk und­ir 25 ára aldri. Grein­ing­ar­deild­ir í Frakklandi telja kostnaðinn við þetta verða um 200 millj­ón­ir evra. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert