Orrustuþotur Spánverja í lamasessi

Eurofighter Typhoon.
Eurofighter Typhoon. AFP

Ein­ung­is ör­fá­ar orr­ustuþotur Spán­verj­ar af gerðinni Eurofig­hter Typ­hoon eru í flug­hæfu ástandi. Þetta herma hermild­ir spænska dag­blaðsins El Con­fi­dencial Digital en þot­urn­ar eru þær nýj­ustu í flug­flota Spán­ar. Fyr­ir vikið hef­ur þurft að dusta rykið af F-18 orr­ustuþotum sem til hafi staðið að taka úr notk­un til þess að standa und­ir skuld­bind­ing­um lands­ins á vett­vangi Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO).

Fram kem­ur í frétt­inni að ástæðan séu meðal ann­ars tíðar bil­an­ir í Eurofig­hter Typ­hoon orr­ustuþot­un­um og skort­ur á vara­hlut­um. Þá sé ít­rekað frestað því að láta flug­virkja ástands­skoða þot­urn­ar. Ein­ungi sex slík­ar orr­ustuþotur eru fyr­ir vikið í flug­hæfu ástandi til þess að vakta loft­helgi Spán­ar. Ekki er hægt að grípa til annarra þotna sömu teg­und­ar af fyrr­nefnd­um ástæðum.

Enn­frem­ur seg­ir í frétt­inni að Þjóðverj­ar hafi ný­verið til­kynnt um fram­leiðslugalla í Eurofig­hter Typ­hoon orr­ustuþotum sem gæti komið niður á stöðug­leika þeirra í flugi. Fyr­ir vikið var fyr­ir­skipað að all­ar slík­ar þotur þýska flug­hers­ins yrðu á jörðu niðri þar til rann­sókn hefði farið fram. Spán­verj­ar hafi hins veg­ar ákveðið að láta aðeins fara fram ástands­skoðun á sín­um þotum.

Eurofig­hter Typ­hoon orr­ustuþotan var sam­starfs­verk­efni Bret­lands, Spán­ar, Þýska­lands og Ítal­íu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert