Breski sjálfstæðisflokkurinn með 19% fylgi

Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins.
Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins. AFP

Tæp­lega einn af hverj­um fimm bresk­um kjós­end­um styður Breska sjálf­stæðis­flokk­inn (UKIP) sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar sem fyr­ir­tækið Com­Res gerði dag­ana 24.-26. októ­ber. Flokk­ur­inn berst einkum fyr­ir því að Bret­land segi skilið við Evr­ópu­sam­bandið.

Fram kem­ur í frétt Bloom­berg að Verka­manna­flokk­ur­inn og Íhalds­flokk­ur­inn mæl­ist báðir með 30% fylgi sam­kvæmt könn­un­inni en Breski sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með 19%. Sam­kvæmt frétt­inni segj­ast 19% þeirra sem kusu íhalds­menn í síðustu þing­kosn­ing­um ætla að kjósa Breska sjálf­stæðis­flokk­inn og 10% fyrr­um kjós­end­ur Verka­manna­flokks­ins. Þing­kosn­ing­ar fara fram í Bretlandi á næsta ári en aukið fylgi Breska sjálf­stæðis­flokks­ins er einkum rakið til kröfu Evr­ópu­sam­bands­ins ný­verið um að Bret­ar greiddu meira í sjóði sam­bands­ins en áður.

Skoðana­könn­un­in bend­ir enn­frem­ur til þess að Mark Reckless sigri í auka­kosn­ing­um í kjör­dæm­inu Rochester and Strood. Reckless var áður þingmaður Íhalds­flokks­ins en sagði af sér þing­mennsku og gekk til liðs við Breska sjálf­stæðis­flokk­inn. Kosn­ing­arn­ar fara fram í næsta mánuði og sigri Reckless verður hann ann­ar kjörni full­trúi flokks­ins á breska þing­inu.

Könn­un­in var gerð dag­ana 24.-26. októ­ber og var úr­takið 1.002 ein­stak­ling­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka