Í verkfall vegna ebólu

Hjúkrunarfræðingar með límmiða sem sýna stuðning við hjúkrunarkonurnar tvær sem …
Hjúkrunarfræðingar með límmiða sem sýna stuðning við hjúkrunarkonurnar tvær sem smituðust af ebólu við ummönnun fyrsta fyrsta mannsins sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum. AFP

Eitt af stærri stéttarfélögum hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum tilkynnti áætlanir um verkföll og mótmæli í næsta mánuði. Forsvarsmenn National Nurses United segja sjúkrahús hafa brugðist starfsfólki sínu þegar kemur að vörnum gegn ebólu.

11. og 12. nóvember munu því þúsundir hjúkrunarfræðinga fara í verkfall og halda mótmæli til að krefjast betri öryggisráðstafana gegn ebólu á sjúkrahúsum Bandaríkjanna. Að sögn Deborah Burger, formanns NNU, munu 150 þúsund hjúkrunarfræðingar, þar af 50.000 í Kaliforníu ríki taka þátt í mótmælum. Þá munu rúmlega 18.000 hjúkrunarfræðingar fara í verkfall.

Félagið krefst þess að sjúkrahús taki upp öryggisráðstafanir á hæðsta stigi, þar á meðal hlífðarfatnað sem hylur allan líkamann, öndunargrímur sem hreinsa andrúmsloftið og stranga þjálfun fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn sem gætu þurft að sinna ebóla sjúklingi.

„Það er glæpsamlegt að hjúkrunarfræðingar þurfi að fara í verkfall,“ segir Burger. „En skilaboðin sem hjúkrunarfræðingar hafa verið að fá er að þeir megi missa sig.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert