15 þúsund frá 80 ríkjum

AFP

Sameinuðu þjóðirnar vara við því í nýrri skýrslu að íslamistar flykkist nú til Sýrlands og Íraks til þess að berjast með Ríki íslams. Talið er að 15 þúsund manns hafi komið þangað frá 80 ríkjum heims og meðal annars ríkjum sem aldrei áður hafa tengst starfsemi hryðjuverkasamtaka eins og al-Qaida.

Samkvæmt Guardian, sem er með skýrsluna undir höndum, er liðssöfnunin meðal annars rakin til þess hversu valdalítil al-Qaida samtökin eru orðin og er talið að Ríki íslams eigi eftir að vera mun öflugri hryðjuverkasamtök heldur en al-Qaida samtökin urðu nokkurn tíma. Aldrei áður hafi öfgamenn fundið jafn mikinn samhljóm með hryðjuverkasamtökum og Ríki íslam og er óvíst hver áhrif þessa verða á önnur hryðjuverkasamtök eins og al-Qaeda.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert