Henti barninu á jörðina

Fertugur Kínverji, sem tók barn úr vagni á bílastæði og henti því í jörðina með þeim afleiðingum að það lét lífið á sjúkrahúsi tveimur dögum seinna, var tekinn af lífi í morgun.

Maðurinn hafði áður verið dæmdur í lífstíðarfangelsi en sleppt árið 2012.

Maðurinn reiddist þegar móðir barnsins neitaði að færa sig og vagninn þar sem barnið sat þannig að hann gæti lagt bíl sínum í stæði. Hann reiddist, tók barnið upp úr vagninum, henti því á jörðina og ók síðan burt.

Barnið var flutt á sjúkrahús þar sem það lét lífið vegna áverkanna sem það hlaut. 

Maðurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1996 fyrir að stela bíl. Honum var sleppt árið 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert