Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, vill frekar að Bretlandi yfirgefi Evrópusambandið heldur en að fallast á einhverjar málamiðlanir varðandi frjálst flæði vinnuafls. Þetta kemur fram í frétt Der Spiegel.
Samkvæmt BBC fengust ekki viðbrögð frá skrifstofu forsætisráðherra Bretlands varðandi fréttina en David Cameron, forsætisráðherra Bretlands hefur viljað að ákvæðið um frjálsa för vinnuafls verði endurskoðað.
Samkvæmt Spiegel er þetta í fyrsta skipti sem Merkel tjáir sig á þennan hátt um mögulegt brotthvarf Breta úr ESB.