Fékk málband í hausinn og dó

Málband.
Málband. Ljósmynd/Wikipedia

Byggingaverkamaður í Jersey City, í fylkinu New Jersey í Bandaríkjunum, lést í dag eftir að málband sem vegur um 500 grömm féll niður 50 hæðir og í höfuð hans.

Maðurinn var að flytja gifsplötur á byggingarsvæði þegar málbandið, losnaði af belti verkamanns 50 hæðum ofar, endurkastaðist af öðrum hlutum á byggingarsvæðinu og á höfuð mannsins sem var ekki með vinnuhjálm. Hann lést seinna um daginn á spítala samkvæmt New York Magazine.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert