Það voru grundvallarmistök að leyfa Grikklandi skuldum hlöðnu að gerast aðili að evrusvæðinu. Þetta segir Helmut Kohn, fyrrverandi kanslari Þýskalands, meðal annars í nýrri bók sem ber enska heitið Out of Concern for Europe eða Vegna áhyggna af Evrópu. Þetta kemur fram í þýskum fjölmiðlum í dag.
Grikkir gerðust aðilar að evrusvæðinu árið 2001. Sú ákvörðun að samþykkja aðila þeirra á sínum tíma hefur einkum verið gagnrýnd eftir að miklir efnhagserfiðleikarnir hófu innreið sína á svæðinu en Grikkland hefur orðið hvað verst úti í þeim af ríkjum Evrópusambandsins. Kohl gagnrýnir ennfremur vestræna leiðtoga fyrir að einangra rússnesk stjórnvöld í Úkraínudeilunni sem hafi sett í uppnám áralanga vinnu við að bæta samskiptin við Rússland.
Kohl, sem var kanslari Vestur-Þýskalands á árunum 1982-1990 og sameinaðs Þýskalands 1990-1998, mun kynna bókina í dag við sérstaka athöfn í Frankfurt ásamt nýjum forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker.
Frétt mbl.is: Vissu um bókhaldsbresti Grikkja