Innflytjendur streyma til Þýskalands

AFP

Þýska­land er nú orðið næst­al­geng­asti áfangastaður inn­flytj­enda í heim­in­um á eft­ir Banda­ríkj­un­um að sögn breska rík­is­út­varps­ins. 

Ekki hafa svo marg­ir komið til lands­ins af þess­ari ástæðu í tutt­ugu ár. Árið 2012 komu 400 þúsund inn­flytj­end­ur til lands­ins, en þeir mega dvelja þar í eitt ár.

Fólkið kem­ur flest frá aust­ur­hluta Evr­ópu. Því er flestu tekið opn­um örm­um en þjóðin glím­ir við skort á ákveðinni sérkunn­áttu og lága fæðing­artíðni.

Inn­flytj­end­urn­ir fá meðal ann­ars ódýr eða ókeyp­is nám­skeið í þýsku. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert