Þýskaland er nú orðið næstalgengasti áfangastaður innflytjenda í heiminum á eftir Bandaríkjunum að sögn breska ríkisútvarpsins.
Ekki hafa svo margir komið til landsins af þessari ástæðu í tuttugu ár. Árið 2012 komu 400 þúsund innflytjendur til landsins, en þeir mega dvelja þar í eitt ár.
Fólkið kemur flest frá austurhluta Evrópu. Því er flestu tekið opnum örmum en þjóðin glímir við skort á ákveðinni sérkunnáttu og lága fæðingartíðni.
Innflytjendurnir fá meðal annars ódýr eða ókeypis námskeið í þýsku.