Berlínarmúrinn á allra vörum

Þjóðverjar hófu í gær hátíðahöld í tilefni af því að á morgun verða 25 ár liðin frá falli Berlínarmúrsins. Á meðal þeirra sem eru viðstaddir hátíðina er Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti forseti Sovétríkjanna, sem í gær kom við í Checkpoint Charlie, þekktustu landamærastöðinni milli Vestur- og Austur-Berlínar áður en borgin var sameinuð.

Gorbatsjov, sem er 83 ára, tekur þátt í umræðu í dag um lok kalda stríðsins og spennuna sem er nú í samskiptum Rússlands og Vesturlanda. Hátíðin nær hámarki á morgun með tónleikum þar sem margir heimsþekktir listamenn koma fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert