„Af hverju ekki Katalónar?“

00:00
00:00

„Við ætl­um að sann­færa fólk um Katalón­ar eiga skilið tæki­færi til þess að kjósa um sjálf­stæði héraðsins, líkt og Skot­ar gerðu fyr­ir nokkr­um vik­um og íbú­ar Qu­e­bec fyr­ir nokkr­um árum. Af hverju ekki Katalón­ar?“ spyr Art­ur Mas, leiðtogi Katalón­íu­héraðsins, í sam­tali við frétta­mann AFP. 

Í dag fer fram at­kvæðagreiðsla um sjálf­stæði Katalón­íu frá Spáni. At­kvæðagreiðslan er hins veg­ar ekki viður­kennd af stjórn­völd­um lands­ins og því aðeins um tákn­ræn­an gjörn­ing að ræða. Katalón­ar krefjast þess að fá raun­veru­lega at­kvæðagreiðslu líkt og Skot­ar fengu fyrr í haust. „Þrátt fyr­ir erfiðleik­ana sem hafa steðjað að okk­ur, þá erum við stödd hér í dag. Marg­ir mæta og kjósa á þess­um frá­bæra degi,“ held­ur Mas áfram. 

Mariano Rajoy, for­sæt­is­ráðherra Spán­ar, seg­ist ekki hafa heim­ild til þess að halda at­kvæðagreiðslu um sjálf­stæði héraðsins. Stjórn­ar­skrá lands­ins heim­ili ekki slíkt. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert