Hafa glatað tengslum við landsbyggðina

Karl Bretaprins
Karl Bretaprins AFP

Karl Bretaprins varar landa sína við því að ef þjóðin læri ekki að meta það sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða muni það hafa gríðarlegar breytingar í för með sér fyrir byggð í Bretlandi.

Karl, sem er prinsinn af Wales, segir að flestir Bretar hafi misst öll raunveruleg tengsl við landsbyggðina og hann óttast um framtíð landsbyggðarinnar.

Samkvæmt Telegraph kemur þetta fram í inngangsorðum prinsins sem hann ritar í tímaritið Country Life. 

Karl segir að margir hafi takmarkaðan skilning á landbúnaði og tortryggi hann í auknum mæli. Hann segir að ef almenningur leggi sig ekki í líma við að skilja landsbyggðina muni breskar hefðir eins og þorpskrár, bæjarmarkaðir og steinhlaðnir veggir hverfa af sjónarsviðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert