Svíinn Martin Jacobson var í gær krýndur heimsmeistari í póker eftir harða keppni við Norðmanninn Felix Stephensen í Las Vegas í gærkvöldi. Verðlaunaféð er ekki af verri endanum, 74 milljónir sænskra króna, 1,25 milljarða íslenskra króna.
Jacobson, sem er 27 ára að aldri, var í skýjunum þegar Aftonbladet ræddi við hann. „Þetta er eiginlega súrrealískt. Ég er í áfalli,“ segir Martin Jacobson.
Martin Jacobson er fæddur og uppalinn í Stokkhólmi. Hann byrjaði að spila póker átján ára gamall á netinu. Hann átti sér enga drauma um atvinnumennsku í póker enda sá hann frekar framtíð sína sem kokkur. En þegar hann fékk ekki starf sem hann reyndi að fá í Barcelona fór Jacobson að skila af meiri alvöru. Árið 2008 hafnaði hann í þriðja sæti á Evrópumeistaramótinu í póker í Búdapest og framtíð hans var ráðin.