Val á milli góðs kynlífs eða lífs

Blöðruhálskirtilskrabbamein er orðið að faraldri á Vesturlöndum.
Blöðruhálskirtilskrabbamein er orðið að faraldri á Vesturlöndum. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Norski kaupsýslumaðurinn Stein Erik Hagen er harðorður út í norska heilbrigðiskerfið í viðtali við Aftenposten. Hann segir karlmenn sem greinist með krabbamein í blöðruhálskirtli geta valið á milli góðs kynlífs eða lífsins. Hann leitaði sér læknisaðstoðar í útlöndum.

Hagen er stjórnarformaður Orkla og á hlut í fjölmörgum norskum fyrirtækjum. Þegar hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fór hann til Bandaríkjanna í uppskurð.

Hópur kaupsýslumanna heimsótti norska stórþingið sama dag og rætt var um forgangsröðun í norska heilbrigðiskerfinu á þingi. Umræðan snerist meðal annars um forgangsröðun eftir aðgerðum en biðlistinn lengist sífellt.

„Í dag er það þannig að ef þú greinist með krabbamein í blöðruhálsi þá þarftu að velja á milli þess að lifa góðu kynlífi eða lifa af. Þetta er algjörlega óásættanlegt. Við teljum að það sé mögulegt að gera bæði ef við fáum betri meðferð,“ segir Hagen í viðtali við Aftenposten.

1100 deyja á hverju ári

Annar norskur kaupsýslumaður, Bjørn Rune Gjelsten, segir að faðir sinn hafi fengið krabbamein fyrir sjö árum síðan og segir hann það góðri meðferð á  Radium sjúkrahúsinu og erlendis að þakka að hann sé enn á lífi. 

Gjelsten segir að læknir fjölskyldunnar, faðir hans og fjölskyldan öll hafi hunsað niðurstöður rannsóknarinnar sem þýddi að krabbameinið var komið í beinin þegar í ljós kom að um krabbamein var að ræða. 

1100 norskir karlar deyja ár hvert úr blöðruhálskrabbameini. Hagen segir að það sé allt of há tala. Það megi meðal annars rekja til lélegrar þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það geti ekki allir farið í læknismeðgerð til útlanda líkt og hann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert