Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ekki fengið hlýjar móttökur á leiðtogafundi G20 ríkjanna sem fer nú fram í Brisbane í Ástralíu. Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, sagði meðal annars við Pútín að hann „þyrfti að fara út úr Úkraínu“.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði að yfirgangur Rússa í Úkraínu væri ógn við allan heiminn. Þá hótaði fulltrúi Bretlands frekari refsiaðgerðum ef Rússar létu ekki af aðgerðum sínum.
Yfirgaf Pútín leiðtogafundinn eftir spennuþrunginn fund með forsætisráðherra Bretlands.