Pútín fær ekki hlýjar móttökur

Valdimír Pútín hefur ekki fengið hlýjar móttökur í Ástralíu.
Valdimír Pútín hefur ekki fengið hlýjar móttökur í Ástralíu. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ekki fengið hlýjar móttökur á leiðtogafundi G20 ríkjanna sem fer nú fram í Brisbane í Ástralíu. Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, sagði meðal annars við Pútín að hann „þyrfti að fara út úr Úkraínu“.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði að yfirgangur Rússa í Úkraínu væri ógn við allan heiminn. Þá hótaði fulltrúi Bretlands frekari refsiaðgerðum ef Rússar létu ekki af aðgerðum sínum.

Yfirgaf Pútín leiðtogafundinn eftir spennuþrunginn fund með forsætisráðherra Bretlands. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert