Foreldrar Kassigs bíða staðfestingar

Abdul-Rahman Kassig, áður Peter Kassig.
Abdul-Rahman Kassig, áður Peter Kassig. AFP

For­eldr­ar banda­ríska hjálp­ar­starfs­manns­ins Abd­ul-Rahm­ans Kassigs, áður Peters Kassigs, bíða nú eft­ir að staðfest verði að hann sé í raun lát­inn.

Mynd­band sem virðist sýna meðlimi hryðju­verka­sam­tak­anna Rík­is íslams háls­höggva Kassig hef­ur verið birt á ver­ald­ar­vefn­um.

Í til­kynn­ingu sem Ed og Paula Kassig, for­eldr­ar Abd­ul-Rahm­ans, hafa sent frá sér seg­ir að þau séu meðvituð um frétta­flutn­ing af meintu and­láti son­ar þeirra. Segj­ast þau bíða eft­ir staðfest­ingu. 

Biðja þau fjöl­miðla um að beina at­hygli að starfi og lífi Kassigs, ekki mynd­band­inu sem sé viður­styggi­legt. Vilja þau frek­ar að skrifað verði um mik­il­vægt starf hans og ást hans á vin­um og fjöl­skyldu. 

Kassig var rænt 1. októ­ber í fyrra þegar hann var á leið til Deir Ezzour í aust­ur­hluta Sýr­lands. Hryðju­verka­sam­tök­in höfðu hótað að myrða Kassig í mynd­bandi sem sýndi morðið á bresk­um gísl, Alan Henn­ing, og birt var í síðasta mánuði.

Kassig skrifaði for­eldr­um sín­um bréf í júní á þessu ári en þar sagðist hann vera hrædd­ur við að deyja í haldi víga­manna.   

Gísl­inn Kassig háls­höggv­inn?

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert