Manson heimilt að kvænast

Charles Manson hefur setið í fangelsi í rúma fjóra áratugi.
Charles Manson hefur setið í fangelsi í rúma fjóra áratugi. AFP

Banda­ríski fjölda­morðing­inn Char­les Man­son er sagður hafa fengið heim­ild til að ganga í hjóna­band, en Man­son hyggst kvæn­ast 26 ára gam­alli konu sem hef­ur heim­sótt hann í fang­elsi. Man­son er átt­ræður.

Associa­ted Press seg­ir frá því að Man­son og Aft­on Elaine Burt­on hafi verið veitt hjú­skap­ar­vott­orð fyr­ir 10 dög­um. 

Fram kem­ur á vef BBC, að fyr­ir níu árum hafi Burt­on flutt til Corcor­an í Kali­forn­íu til að vera nær fang­els­inu sem Man­son er í. 

Hann var dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi fyr­ir að hafa myrt sjö manns og ófætt barn í Los Ang­eles árið 1969. Leik­kon­an Sharon Tate, sem var gift leik­stjór­an­um Rom­an Pol­anski, var á meðal fórn­ar­lamba Man­sons. Tate var ófrísk þegar hún var myrt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert