Manson heimilt að kvænast

Charles Manson hefur setið í fangelsi í rúma fjóra áratugi.
Charles Manson hefur setið í fangelsi í rúma fjóra áratugi. AFP

Bandaríski fjöldamorðinginn Charles Manson er sagður hafa fengið heimild til að ganga í hjónaband, en Manson hyggst kvænast 26 ára gamalli konu sem hefur heimsótt hann í fangelsi. Manson er áttræður.

Associated Press segir frá því að Manson og Afton Elaine Burton hafi verið veitt hjúskaparvottorð fyrir 10 dögum. 

Fram kemur á vef BBC, að fyrir níu árum hafi Burton flutt til Corcoran í Kaliforníu til að vera nær fangelsinu sem Manson er í. 

Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt sjö manns og ófætt barn í Los Angeles árið 1969. Leikkonan Sharon Tate, sem var gift leikstjóranum Roman Polanski, var á meðal fórnarlamba Mansons. Tate var ófrísk þegar hún var myrt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert