Taldir hafa selt bröskurum bein

Fílabein. Mynd úr safni.
Fílabein. Mynd úr safni. AFP

Fimm hátt­sett­um emb­ætt­is­mönn­um hef­ur verið vikið frá störf­um í Úganda eft­ir að tonn af  fíla­bein­um, sem gerð höfðu verið upp­tæk, hvarf úr geymsl­um rík­is­ins. Óskað hef­ur verið eft­ir aðstoð In­terpool við rann­sókn máls­ins.

Talið er hugs­an­legt að starfs­fólk rík­is­ins hafi unnið með þeim sem stunda ólög­leg viðskipti, fólk­inu sem það á að vinna við að stöðva og selt þeim fíla­bein­in.

Fleiri en 35 þúsund fíl­ar eru drepn­ir í Afr­íku á hverju ári vegna tanna þeirra. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert