Þögn okkar gjöf til Ríkis íslams

Rania Al Abdullah drottning.
Rania Al Abdullah drottning. AFP

Rania drottning Jórdaníu biður um aukinn stuðning við árásir Bandaríkjanna og fleiri á vígamenn Ríkis íslams. Hún segir að framtíð Miðausturlanda og íslam sé í húfi.

„Þögn okkar er hin mesta gjöf sem hægt er að færa Ríki íslams,“ sagði drottningin á ráðstefnu í Abu Dhabi og benti á að skæruliðasamtökin hefðu nú þegar sölsað undir sig stór svæði í Írak og Sýrlandi. 

„Við erum meðsek í velgengni þeirra,“ sagði hún. Jórdanía styður árásir Bandaríkjanna og það gera einnig Bahrain, Katar, Sádí Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin.

„Samvinnan verður að ná til fleiri, þetta er stríð um framtíð Miðausturlanda og íslams,“ sagði hún. „Þetta er stríð sem við verðum að vinna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert