UKIP fær annað þingsæti

Mark Reckless ásamt eiginkonu sinni Catriona
Mark Reckless ásamt eiginkonu sinni Catriona AFP

Flokk­ur breskra sjálf­stæðissinna, UKIP, vann sitt annað sæti á breska þing­inu í kosn­ing­um í gær í aukakosn­ing­um sem sagðar eru geta verið til marks um hvað sé framund­an í kom­andi þing­kosn­ing­um eft­ir hálft ár.

Mark Reckless var end­ur­kjör­inn á þing með 42% at­kvæða í Rochester and Strood en hann sagði sig sig úr Íhalds­flokkn­um í sept­em­ber og hætti á þingi. 

Íhalds­flokk­ur­inn háði harða kosn­inga­bar­áttu í Rochester and Strood en niðurstaðan varð sú að UKIP hafði bet­ur með 2920 at­kvæða mun.

Mark Reckless fékk 16.867 at­kvæði eða 42,1%. Fram­bjóðandi Íhalds­flokks­ins, Kelly Tol­hurst, fékk 13.947 at­kvæði (34,8%) sem þýðir að fylgi Íhalds­flokks­ins minnkaði um 14,4% í kosn­ing­un­um, sam­kvæmt frétt Guar­di­an.

Fram­bjóðandi Verka­manna­flokks­ins, Naus­habah Khan, fékk 6.713 at­kvæði sem er  16,8% minna en í síðustu kosn­ing­um en alls fékk flokk­ur­inn nú 11,7%. Frjáls­lynd­ir demó­krat­ar fengu ein­ung­is 349 at­kvæði eða 0,9% sem þýðir að fylgi flokks­ins í kjör­dæm­inu minnkaði um 15,4%. Græn­ingj­ar fengu 1692 at­kvæði eða 4,2% sem er mik­il aukn­ing frá síðustu kosn­ing­um er flokk­ur­inn fékk 2,7%.

Við mun­um færa þér landið þitt aft­ur

Reckless hvatti kjós­end­ur til þess að kjósa UKIP í þing­kosn­ing­un­um í maí á næsta ári og standa á bak við stór­sig­ur flokks­ins í þeim kosn­ing­um. Þar skipti ekki máli hvað reynt verði að sann­færa þá um. Það sem skipti máli sé að gera UKIP að svo stór­um flokki í West­minster að jafn­vægi ná­ist í bresk­um stjórn­mál­um.  

„Ef þú trú­ir því að heim­ur­inn sé stærri en Evr­ópa, ef þú trú­ir á sjálf­stætt Bret­land, komdu þá til okk­ar og við mun­um færa þér landið þitt aft­ur.“

Í auka­kosn­ing­um í Clact­on í Essex á Englandi sigraði Douglas Carswell, sem sagði sig úr Íhalds­flokkn­um 28. ág­úst og gekk í UKIP. Carswell fékk 12.404 at­kvæði, eða um 60%, en hafði fengið 12.068 at­kvæði í síðustu kosn­ing­um árið 2010 þegar hann var fram­bjóðandi Íhalds­flokks­ins.

Fram­bjóðandi UKIP var einnig ná­lægt óvænt­um sigri í Heywood og Middlet­on, kjör­dæmi á Stór-Manchester­svæðinu á Norðvest­ur-Englandi, í októ­ber. Aðeins munaði 617 at­kvæðum á tveim­ur efstu fram­bjóðend­un­um í kjör­dæm­inu. Það hef­ur verið eitt af vígj­um Verka­manna­flokks­ins.

Stuðning­ur­inn við UKIP hef­ur stór­auk­ist á síðustu tveim­ur árum og er það einkum rakið til and­stöðu flokks­ins við aðild Bret­lands að Evr­ópu­sam­band­inu. Hann hef­ur einnig lagt áherslu á að herða þurfi regl­ur um inn­flytj­end­ur.

Frétt Tel­egraph

Formaður UKIP Nigel Farage og þingmaður UKIP Mark Reckless í …
Formaður UKIP Nig­el Fara­ge og þingmaður UKIP Mark Reckless í Rochester AFP
Nigel Farage formaður UKIP sést hér fagna sigrinum
Nig­el Fara­ge formaður UKIP sést hér fagna sigr­in­um AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert