7.500 Rússar berjast í Úkraínu

Mikið af rússneskum vopnuð eru í þeim héruðum Úkraínu þar …
Mikið af rússneskum vopnuð eru í þeim héruðum Úkraínu þar sem barist hefur verið síðustu mánuði. SERGEI SUPINSKY

Stjórnvöld í Úkraínu segja að um 7.500 rússneskir hermenn séu í Úkraínu og berjist þar með þeim sem vilja að austurhéruð landsins verði sjálfstæð.

Stepan Poltorak, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í yfirlýsingu að það væri ekki eingöngu undir stjórnvöldum í Úkraínu komið að koma á friði í landinu. „Vera um 7.500 vopnaðra rússneskra hermanna í Úkraínu veldur ólgu í landinu og kemur í veg fyrir að hægt sé að koma á friði.“

Talið er að um eitt þúsund manns hafi fallið í átökum í Úkraínu frá því að samið var um vopnahlé í landinu í byrjun september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert