Hlýnun ýtir undir fátækt í heiminum

Hlýnun jarðar getur dregið úr matvælaframleiðslu sumstaðar á jörðinni.
Hlýnun jarðar getur dregið úr matvælaframleiðslu sumstaðar á jörðinni. KAREN BLEIER

Hlýn­un lofts­lags í heim­in­um ógn­ar þeim ár­angri sem náðst hef­ur til að draga úr fá­tækt í heim­in­um. Þetta kem­ur fram í skýrslu frá Alþjóðabank­an­um um áhrif lofts­lags­breyt­inga.

Í skýrsl­unni seg­ir að hlýn­un á jörðinni muni draga úr upp­skeru víða um heim. Hlýn­un um tvær gráður muni t.d. draga úr soja­bauna­upp­skeru um 70% í Bras­il­íu. Erfiðara verði fyr­ir fólk að fá nægt vatn til land­búnaðarfram­leiðslu. Hætta sé á að bráðnun jökla muni kippa fót­um und­an lífsaf­komu fjölda fólks sem býr við strönd­ina.

Í skýrsl­unni seg­ir að á síðustu árum hafi víða náðst mik­ill ár­ang­ur í bar­áttu gegn fá­tækt í heim­in­um. Ef hita­stig á jörðinni hækki um 1,5 stig muni það grafa und­an þess­um ár­angri. Það sé skelfi­leg til­hugs­un ef hlýn­un­in á næstu 100 árum árum verði 4 gráður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert