Norðmaðurinn Magnus Carlsen varði í dag heimsmeistaratitil sinn í skák. Hann sigraði Indverjann Viswanathan Anand. Carlsen sigraði með sex og hálfan vinning, en Anand fékk fjóra og hálfan vinning.
Carlsen stýrði hvítu mönnunum í dag og vann nokkuð sannfærandi sigur. Þar með lauk einvíginu.
Carlsen og Anand kepptu líka um heimsmeistaratitilinn í fyrra, en þá sigraði Carlsen. Anand var heimsmeistari frá 2007 til 2013. Carlsen er með 2.882 skákstig og hefur enginn skákmaður í sögunni náð svo mörgum stigum.
Carlsen tefldi hér á landi árið 2004, þá aðeins 13 ára gamall, og aftur 2006. Hann varð stórmeistari í skák árið 2004 og stigahæsti skákmaður heims árið 2008.