Varði framgöngu lögreglumannsins

Tamir Rice.
Tamir Rice.

Lögreglustjóri Cleveland-borgar í Bandaríkjunum varði í dag framgöngu lögreglumanns sem skaut til bana 12 ára dreng sem hélt á leikfangabyssu. Tamir Rice lést á sjúkrahúsi í gærmorgun vegna tveggja skotsára sem lögreglumaðurinn veitti honum.

Haft er eftir lögreglustjóranum Calvin Williams í frétt AFP að lögreglumaðurinn, sem sendur hefur verið í leyfi vegna málsins, væri niðurbrotinn vegna atburðarins. Hann hafi hins vegar orðið að verja sig gegn því sem virtist við fyrstu sýn vera raunverulegt skotvopn. Williams sagði að ítarlega rannsókn á gögnum málsins myndi leiða í ljós nákvæmlega hvað gerðist. Ekki hefur verið upplýst um nafn lögreglumannsins sem í hlut átti.

Kallaði lögreglustjórinn ennfremur eftir því að foreldrar upplýstu börn sín um þá hættu sem fylgdi öllum byssum. Þar með töldum eftirlíkingum af alvöru byssum. „Börnin okkar verða að gera sér grein fyrir því að byssur eru ekki leikföng.“

Frétt mbl.is: Skutu drenginn í magann

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert