Aðgerðarsinni samtakanna Femen beraði á sér brjóstin í dómkirkjunni í Strassborg til að mótmæla opinberri heimsókn Frans páfa sem fyrirhuguð er til borgarinnar í næstu viku. Frans páfi kemur til borgarinnar til að heimsækja Evrópuþingið og mun hann ávarpa þingmenn þess. Hann vonast til þess að geta hvatt Evrópumenn til dáða eftir þær þrengingar sem þeir hafa verið í frá efnahagshruninu.
Ferðin til borgarinnar stendur aðeins í fjórar klukkustundir, verður sú stysta sem nokkur páfi hefur farið í. Páfabílinn verður skilinn eftir í Vatíkaninu.