Ríki íslams notar ungverska klámmynd

Áróðursplakat Íslamska ríkisins. Myndin í miðjunni er í raun úr …
Áróðursplakat Íslamska ríkisins. Myndin í miðjunni er í raun úr ungverskri klámmynd að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Mynd­ir sem hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslams hafa deilt á sam­fé­lags­miðlum sem eiga að sýna mis­notk­un íraskra og sýr­lenskra her­manna á kon­um eru í raun úr ung­verskri klám­mynd. Banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneytið sak­ar sam­tök­in um að beita belli­brögðum í áróðurs­stríði sínu.

Í áróðursplakat­inu sem Ríki íslams hef­ur dreift á sam­fé­lags­miðlum er því haldið fram að liðsmenn þess séu einu vernd­ar­ar millj­óna súnnímús­líma gegn „slátr­ur­um“ íraska og sýr­lenska hers­ins. Plakatið sýn­ir konu sem virðist vera nauðgað af hópi manna í herklæðum.

Banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneytið bend­ir hins veg­ar á að mynd­in sé í raun skjá­skot úr ung­verskri klám­mynd en ekki sönn­un um illa meðferð her­manna sem berj­ast gegn IS á óbreytt­um borg­ur­um.

Frétt The In­depend­ent af klám­mynda­notk­un Ríki íslams

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka