Ríki íslams notar ungverska klámmynd

Áróðursplakat Íslamska ríkisins. Myndin í miðjunni er í raun úr …
Áróðursplakat Íslamska ríkisins. Myndin í miðjunni er í raun úr ungverskri klámmynd að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Myndir sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa deilt á samfélagsmiðlum sem eiga að sýna misnotkun íraskra og sýrlenskra hermanna á konum eru í raun úr ungverskri klámmynd. Bandaríska utanríkisráðuneytið sakar samtökin um að beita bellibrögðum í áróðursstríði sínu.

Í áróðursplakatinu sem Ríki íslams hefur dreift á samfélagsmiðlum er því haldið fram að liðsmenn þess séu einu verndarar milljóna súnnímúslíma gegn „slátrurum“ íraska og sýrlenska hersins. Plakatið sýnir konu sem virðist vera nauðgað af hópi manna í herklæðum.

Bandaríska utanríkisráðuneytið bendir hins vegar á að myndin sé í raun skjáskot úr ungverskri klámmynd en ekki sönnun um illa meðferð hermanna sem berjast gegn IS á óbreyttum borgurum.

Frétt The Independent af klámmyndanotkun Ríki íslams

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert