Setti byssuna sjálfur í poka

Frá mótmælum í Los Angeles vegna þeirrar ákvörðunar kviðdóms að …
Frá mótmælum í Los Angeles vegna þeirrar ákvörðunar kviðdóms að lögreglumaðurinn sem banaði Michael Brown í Ferguson skyldi ekki ákærður. AFP

Rann­sókn yf­ir­valda á því þegar lög­reglumaður skaut svart­an ung­lings­pilt til bana í bæn­um Fergu­son í Mis­souri var um margt óvenju­leg. Lög­reglumaður­inn sá til dæm­is sjálf­ur um að setja byss­una sem hann skaut pilt­inn með í inn­siglaðan sönn­un­ar­gagn­s­poka. Þetta kem­ur fram í gögn­um máls­ins sem lögð voru fyr­ir kviðdóm. Hann ákvað að lög­reglumaður­inn skyldi ekki ákærður.

Þegar lög­regluþjónn­inn Dar­ren Wil­son yf­ir­gaf vett­vang fór hann einn síns lið aft­ur á lög­reglu­stöðina, þvoði blóð af hönd­um sér og kom skamm­byss­unni sem hann notaði til að skjóta hinn óvopnaða Michael Brown til bana fyr­ir í inn­sigluðum poka fyr­ir sönn­un­ar­gögn. Eng­inn tók mynd­ir af hönd­um Wil­son á stöðinni áður en hann þvoði sér þar sem að eng­inn ljós­mynd­ari var á staðnum.

Lög­reglu­menn­irn­ir sem tóku skýrslu af Wil­son tóku framb­urð hans ekki upp og aðrir lög­reglu­menn voru jafn­vel viðstadd­ir á meðan skýrslu­tak­an fór fram. Einnig kom í ljós að starfsmaður rétt­ar­lækn­is­ins í St. Lou­is-sýslu gerði eng­ar mæl­ing­ar á vett­vangi.

„Ég kom á staðinn, það út­skýrði sig sjálft hvað gerðist. Ein­hver skaut ein­hvern. Það var eng­in spurn­ing um ein­hverj­ar fjar­lægðir eða nokkuð slíkt þegar ég var þarna,“ sagði starfsmaður­inn sem er 25 ára gam­all en er lýst sem „þrautreynd­um“ í gögn­um máls­ins.

Hann tók eng­ar mynd­ir af vett­vangi sjálf­ur held­ur notaðist við mynd­ir sem lög­reglu­menn frá St. Lou­is-sýslu höfðu tekið. Ástæðan var sögð sú að raf­hlaðan í mynda­vél­inni hans hafi verið tóm.

Þess fyr­ir utan var nokkuð ósam­ræmi á milli framb­urða. Wil­son sagði til að mynda við fyrstu skýrslu­töku að hann hafi skotið einu skoti í lög­reglu­bíln­um í átök­um við Brown. Í framb­urði sín­um sagði hann hins veg­ar að hann hafi skotið tveim­ur skot­um eft­ir að byss­an hans hafði staðið á sér nokkr­um sinn­um.

Frétt The Washingt­on Post af rann­sókn­ar­gögn­um máls­ins

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert