Borgi aröbum fyrir að fara frá Ísrael

Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels.
Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels. AFP

Avigdor Liebermann, utanríkisráðherra Ísraels, segir að mögulega ættu Ísraelar að bjóða Palestínumönnum „efnahagslega hvata“ til að yfirgefa landið og flytja sig í palestínskt ríki framtíðarinnar.

Að dómi Leibermans ættu þeir Ísraelsmenn af arabískum ættum sem líta á sig sem Palestínumenn að afsala sér ísraelskum ríkisborgararétti og gerast borgarar nýs palestínsks ríkis í framtíðinni.

„Ísraelsríki ætti jafnvel að hvetja þá til að gera það með kerfi efnahagslegra hvata,“ segir Lieberman í stefnuskrá Beitenu-flokks síns.

Utanríkisráðherrann hefur ítrekað sagt í gegnum tíðina að friðarumleitanir þurfi að fela í sér fólksflutninga til að tryggja að sem mestur aðskilnaður sé á milli gyðinga og araba í Ísrael. Araba eru um fimmtungur ísraelskra ríkisborgara, alls um 1,7 milljónir manna. Það eru Palestínumenn sem urðu eftir í Ísrael eftir að ríkið var stofnað árið 1948 og afkomendur þeirra.

Ríkisstjórn Benjamíns Netanyahu, forsætisráðherra, lagði á sunnudag fram tillögur um að fest verði í lög að Ísrael sé ríki gyðinga. Gagnrýnendur tillögunnar segja hana grafa undan lýðræði í landinu og að hún leitt til kerfisbundinnar mismununar gagnavart aröbum í Ísrael.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka