Fékk öll atkvæðin

AFP
Marine Le Pen, formaður franska þjóðernisflokksins, Front Natioal, fékk afgerandi kosningu í kosningu á flokksþingi í dag eða 100% atkvæða.
Þetta þykir sýna hversu góð tök Le Pen fjölskyldan hefur á flokknum enda stofnaður af föður hennar, Jean-Marie Le Pen. Þykir nánast öruggt að Marine verður frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum árið 2017.

Margt bendir til þess, miðað við hver staðan er í dag og hversu sitjandi forseti er óvinsæll, Francois Hollande, að kosið verði á milli Marine Le Pen og Nicolas Sarkozy, sem var kjörinn formaður UMP, hægri flokksins, í gær í seinni umferð forsetakosninganna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert