Myrt vegna þjóðfélagsstöðu sinnar

Morð á fjölskyldu í afskekktu héraði í vesturhluta Indlands í október hefur vakið óhug meðal fólks víða um heim en eina skýringin á morðinu virðist vera sú að hún tilheyrði Dalits, sem eru afar lágt settir í þjóðfélagsstiganum þar í landi. Dalítar eru hindúar og hafa um aldir verið álitnir óæðri og jafnvel kýr taldar þeim æðri í indversku samfélagi.

Sanjay Jadhav,eiginkona hans Jayashree og sonur þeirra, Sunil, fundust höggvin í bita í brunni á skammt frá heimili sínu í lok október. Óttast aðrir af sömu stétt að þeir eigi svipuð örlög í vændum.

„Við erum í hættu. Þetta gæti gerst fyrir okkur á morgun,“ segir Sindhu Dharsalvi, landbúðarverkamaður af Dalit stétt í samtali við AFP fréttastofuna. Því þrátt fyrir að indversk lög banni mismunun þá virðist ekki vera farið eftir þeim lögum á afskekktari stöðum, svo sem í Javkheda héraði.

Morðið á fjölskyldunni er það þriðja á Dalitum í Ahmednagar frá því í fyrra en þá fundust lík þriggja karlmanna. Nokkrir karlar sem tilheyra hærra settri þjóðfélagsstétt voru handteknir vegna morðanna en talið er að ungu mennirnir hafi verið myrtir vegna ástarsambands pars sem ekki tilheyrir sömu stétt.

En allt er óljóst varðandi morðið á fjölskyldunni í Javkheda í október og miðar rannsókn málsins ekkert þrátt fyrir að um 100 lögreglumenn vinni að málinu og hafi gert það í sex vikur.

Er jafnvel talið að fyrirskipun um morðið hafi komið innan Dalit samfélagsins þar sem orðrómur er um að maðurinn hafi átt í sambandi við konu sem var honum æðri í þjóðfélagsstiganum en eins er rætt um deilur um landareign. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka