Fyrsti samkynhneigði borgarstjórinn

Robert Biedron
Robert Biedron Af Wikipedia

Um helgina var Robert Biedron kosinn borgarstjóri pólsku borgarinnar Slupsk sem er í norður Póllandi. Þetta er í fyrsta skipti sem samkynhneigður einstaklingur er kosinn borgarstjóri í landinu.

Kaþólska kirkjan hefur mikil völd í Póllandi en samkvæmt frétt AFP hafa Pólverjar verið opnari gagnvart samkynhneigð undanfarin ár. 

Biedron, sem er 38 ára gamall, var kosinn með 57% atkvæða. Hann er menntaður stjórnmálafræðingur.

„Þegar maður virkilega vill eitthvað, er hægt að flytja fjöll,“ sagði hann í samtali við fjölmiðla eftir sigurinn. Flokkur hans, sem er lítill vinstri flokkur, hefur m.a. lofað fríu þráðlausu interneti í borginni og að leggja áherslu á orkunýtni. 

Hann segist ætla að hjóla í vinnuna og var fyrr á árinu valinn sem einn af tíu bestu þingmönnum Póllands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert