Norðmenn andvígir inngöngu í ESB

Norden.org

Tveir ára­tug­ir eru liðnir frá því að Norðmenn höfnuðu öðru sinni að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Í til­efni af því lét norska dag­blaðið VG gera skoðana­könn­un um af­stöðu norskra kjós­enda til inn­göngu í sam­bandið og voru niður­stöðurn­ar birt­ar á dög­un­um.

Sam­kvæmt þeim eru 63% Norðmanna and­víg því að ganga í ESB en 25% því hlynnt. Ef aðeins er tekið mið af þeim sem eru fylgj­andi inn­göngu og á móti henni eru 72% and­víg en 28% hlynnt. Fram kem­ur í frétt­inni að meiri­hluti kjós­enda allra stjórn­mála­flokk­anna sem sæti eiga á norska þing­inu hafni inn­göngu í sam­bandið.

Enn­frem­ur seg­ir að sam­kvæmt ann­arri skoðana­könn­un sem gerð var fyr­ir norska dag­blaðið Nati­on­en séu 74% á móti inn­göngu í ESb en 16,8% henni hlynnt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka