Norðmenn andvígir inngöngu í ESB

Norden.org

Tveir áratugir eru liðnir frá því að Norðmenn höfnuðu öðru sinni að ganga í Evrópusambandið. Í tilefni af því lét norska dagblaðið VG gera skoðanakönnun um afstöðu norskra kjósenda til inngöngu í sambandið og voru niðurstöðurnar birtar á dögunum.

Samkvæmt þeim eru 63% Norðmanna andvíg því að ganga í ESB en 25% því hlynnt. Ef aðeins er tekið mið af þeim sem eru fylgjandi inngöngu og á móti henni eru 72% andvíg en 28% hlynnt. Fram kemur í fréttinni að meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á norska þinginu hafni inngöngu í sambandið.

Ennfremur segir að samkvæmt annarri skoðanakönnun sem gerð var fyrir norska dagblaðið Nationen séu 74% á móti inngöngu í ESb en 16,8% henni hlynnt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert