Týndu hundrað mannsheilum

Mannsheili.
Mannsheili. Af Wikipedia

Texasháskóli í Aust­in hef­ur týnt hundrað manns­heil­um sem geymd­ir voru í formalíni í krukk­um. Lík­lega hef­ur m.a. týnst heili manns sem drap og særði fjölda manns í árás í skóla fyr­ir um fimm­tíu árum.

Rúm­lega 200 heil­ar voru flutt­ir frá há­skóla­sjúkra­hús­inu og í há­skól­ann fyr­ir um þrem­ur ára­tug­um. Hins veg­ar var ekki pláss fyr­ir þá alla á rann­sókn­ar­stofu sál­fræðideild­ar­inn­ar og því voru hundrað þeirra geymd­ir ofan í kjall­ara. 

„Það er mjög lík­legt að þetta hafi spurst út og að nem­end­ur og aðrir hafi farið að taka þá ófrjálsri hendi til að geyma í stof­unni heima hjá sér eða nota í til að hrekkja aðra,“ seg­ir sál­fræðipró­fess­or­inn Lawrence Cormack við dag­blaðið Aust­in American-Statesm­an.

Talið er að heili sjó­liðans Char­les Whitman sé meðal hinna horfnu heila en hann var skot­inn til bana af lög­reglu eft­ir að drepa sex­tán manns árið 1966 er hann hóf skotárás úr klukkut­urni.

Há­skól­inn hyggst rann­saka hvar heil­arn­ir eru niður­komn­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert