Vladímir Pútín varar landa sína við því að erfiðir tímar séu framundan. Hann sakar ríkisstjórnir vestrænna landa um að reisa nýtt járntjald um Rússland.
Þetta er meðal þess sem kom fram í árlegri ræðu hans á rússneska þinginu í morgun en þar lítur hann meðal annars til ársins sem er framundan. Hann ávarpaði báðar deildir þingsins.
Verð á olíu landinu hefur fallið að undanförnu og þá hafa mörg lönd lagt viðskiptabann á Rússland. Ríkisstjórn landsins hefur þegar varað við því að efnahagsleg lægð verði hugsanlega ríkjandi í landinu á næsta ári.
Pútín virðist ekki sjá eftir aðgerðunum á Krímskaga. Sagði hann að svæðið hefði „trúarlega merkingu“ fyrir Rússland sem ætti rætur sínar að rekja til upphafs kristnidómsins.