Zhou Yongkang, fyrrum yfirmaður innri öryggismálum í Kína var í dag handtekinn, grunaður um spillingu. Auk handtökunnar, hefur hann verið rekinn úr kínverska kommúnistaflokknum.
Þetta kemur fram í kínverkum ríkisfjölmiðlum í dag. Margir fyrrum samstarfsmenn og ættingjar hans liggja einnig undir grun.
Frá því að núverandi forseti Kína, Xi Jinping komst til valda, hafa margar stórar rannsóknir hafist á fyrrum valdamönnum í kínverska kommúnistaflokknum.
Er Zhou grunaður um fjölda glæpa, meðal annars að hafa gerst brotlegur við samþykktir kommúnistaflokksins, að hafa þegið mútufé og að hafa stundað kynlíf með fjölda kvenna utan hjónabands. Var tilkynningin um handtöku Zhous kynnt í kínverska þinginu í kvöld.
Zhou hefur haldið sig utan sviðsljóssins undanfarið ár en hann er á sjötugsaldri.
Sjá frétt BBC