Obama þjáist af bakflæði

Obama hefur verið með eymsli í hálsi í um tvær …
Obama hefur verið með eymsli í hálsi í um tvær vikur. AFP

Barack Obama var fluttur á spítala í dag vegna eymsla í hálsi, en háls-, nef- og eyrnalæknir hefur greint forsetann bandaríska með bakflæði. Talsmaður Hvíta hússins ítrekaði að forsetinn hefði  eingöngu verið fluttur á spítala af því að það passaði inn í annars þéttskipaða dagskrá, ekki væri um alvarleg veikindi að ræða.

Á spítalanum var háls forsetans myndaður. „Rannsóknin leiddi í ljós bólgu í mjúkvef aftan í hálsi og ég, í samráði við sérfræðing, mat það svo að frekari rannsókn með tölvusneiðmyndatæki væri skynsamleg,“ sagði Ronny Jackson höfuðsmaður, en rannsóknin leiddi ekkert óeðlilegt í ljós.

Jackson sagði enn fremur að einkenni forsetans væru samrýmanleg bakflæði og meðferð yrði eftir því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert