Swift og Pútín meðal tilnefndra

Taylor Swift var með atriði á undirfatasýningu Victoria's Secret í …
Taylor Swift var með atriði á undirfatasýningu Victoria's Secret í Lundúnum fyrr í mánuðinum. AFP

Tíma­ritið TIME hef­ur gefið út hvaða ein­stak­ling­ar koma til greina sem per­sóna árs­ins 2014. Óhætt er að segja að um fjöl­breytt úr­val ein­stak­linga sé að ræða en á list­an­um eru m.a. for­seti Rúss­lands, Vla­dimir Pútín, og söng­kon­an Tayl­or Swift.

Aðrir til­nefnd­ir eru Tim Cook, fram­kvæmda­stjóri Apple, Jack Ma, stofn­andi Ali­baba, fram­kvæmda­stjóri NFL, Roger Goodell, og Massoud Barz­ani, for­seti sjálf­stjórn­ar­svæðis Kúrda í Írak.

Þá eru á list­an­um tveir hóp­ar fólks, þeir sem hafa komið að umönn­un ebólu-sjúk­linga og mót­mæl­end­ur í Fergu­son í Mis­souri í Banda­ríkj­un­um.

Nancy Gibbs, rit­stjóri Time, sagði í dag að til­nefndu væru þeir sem tíma­ritið teldi hafa haft mest áhrif á fréttaum­fjöll­un á liðnu ári. Mót­mæl­end­urn­ir í Fergu­son hefðu t.d. komið af stað umræðu um kynþátta­sam­skipti og út­deil­ingu rétt­læt­is í land­inu.

Þá hefði Tayl­or Swift verið til­nefnd vegna þeirr­ar viðskipta­ákvörðunar henn­ar að fjar­lægja alla tónlist sína af streymiþjón­ust­unni Spotify.

Sig­ur­veg­ar­inn er val­inn af rit­stjór­um tíma­rits­ins en les­end­ur geta komið sinni skoðun á fram­færi með því að greiða at­kvæði á vefsvæði Time. Úrslit­in verða til­kynnt á miðviku­dag.

Meðal þeirra sem áður hafa verið út­nefnd­ir per­sóna árs­ins af Time eru Frans páfi, Barack Obama Banda­ríkja­for­seti og Mark Zucker­berg, stofn­andi Face­book.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert